Landvernd auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Landvernd, landgræðslu og umhverfisverndarsamtök Íslands auglýsa starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Ráðið verður til hálfs árs frá 1. september næstkomandi með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Framkvæmdastjóri Landverndar sér meðal annars um daglega stjórn samtakanna, framkvæmd starfs- og fjárhagsáætlana, fjáröflun og hefur umsjón með gerð umsagna og álitsgerða. Gerð er krafa um háskólamenntun og áhuga á umhverfismálum.
Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi. Fjöldi félaga og einstaklinga á aðild að Landvernd.
Fyrirspurnir berist Guðmundi Herði Guðmundssyni, formanni Landverndar á netfangið gudmundur@landvernd.is. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á sama netfang, ásamt ferilskrá og greinargerð er lýsir hvers vegna umsækjandi sækir um starfið og hví hann telur sig vel til þess fallinn að gegna því.
Umsóknarfrestur er til 2. ágúst 2011.
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Landvernd auglýsir eftir framkvæmdastjóra“, Náttúran.is: 1. júlí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/07/01/landvernd-auglysir-eftir-framkvaemdastjora/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.