Orkumöguleikar framtíðarinnar - Fræðslufundur
Miðvikudaginn 23. maí kl. 17:30 verður síðasti fræðslufundur í fræðslufundaröð Sesseljuhúss og Landverndar. Sesseljuhús er umhverfissetur að Sólheimum í Grímsnesi. Þema dagsins er Orkumöguleikar framtíðar og að vanda verða flutt tvö erindi:
- Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkusetri fjallar um vistvænt eldsneyti og möguleika þeirra í framtíðinni og
- Albert Albertsson frá Hitaveitu Suðurnesja fjallar um framtíðarmöguleika í jarðvarmavinnslu.
Allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Myndin er af Sesseljuhúsi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
20. maí 2007
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Orkumöguleikar framtíðarinnar - Fræðslufundur“, Náttúran.is: 20. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/20/orkumguleikar-framtarinnar-frslufundur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. janúar 2008