Nú er sumarbústaðatíminn í hámarki og margir með hugann við orku og þægindi. Hér á landi er víðasthvar nokkur vindur alla daga og vindorka því stöðugri kostur en sólarrafhlöður til orkuvinnslu. Sumir hafa veðjað á báða kostina enda sjaldgæft að hvorugt sé til staðar. Mikil þróun hefur átt sér stað í búnaði og komnar á markað litlar vindmyllur sem eiga að þola flest veður. Á heimasíðu Better Generation má finna ágæta samantekt á þessum græjum og eins panta vindmæli til að rannsaka hagkvæmnina áður en farið er í framkvæmdir.
Birt:
7. júlí 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Vindorka“, Náttúran.is: 7. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/07/vindorka/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: