Reykjanesbrautin flutt fjær álverinu í Straumsvík og almmenningur borgi brúsann
Fyrrverandi samgönguráðherra Kristján Möller er víst enn ráðandi herra í samgöngumálum þjóðarinnar ef marka má fréttir síðustu daga af áformuðri vegagerð á Suðurlandi þar sem kemur fram að innheimta eigi veggjöld af notkun veganna (sjá grein: http://vefblod.visir.is/index.php?netpaper=1481. Slíkt mun að sjálfsögðu bitna mest á íbúum á svæðinu og vera enn einn steinninn í götu landsbyggðarinnar.
Í dag birtist síðan frétt í Fréttablaðinu (sjá frétt http://vefblod.visir.is/index.php?s=4558&p=102400) þar sem okkur er tilkynnt að Reykjanesbraut verði færð fjær Álverinu á kostnað okkar skattborgaranna og innheimt með veggjöldum. Hvernig stendur á því að álverið borgar ekki færslu vegarins sjálft enda er nýr vegur framhjá álverinu eingöngu til þess að þjóna álverinu með meira landrými. Í greininni kemur fram að um fyrirheit af hálfu Hafnarfjarðarbæjar til handa álverinu sé að ræða, fyrirheit sem bærinn gaf ef til stækkunar kæmi. Stækkunar sem var felld í íbúarkosningu fyrir rúmum þremur árum síðan en er samt farið í nú.
Náttúran skorar á ríkisstjórnina að senda reikninginn heim í hérað, til bæjarfélagsins Hafnarfjarðar sem lofaði álverinu veginum.
Ljósmynd: Árni Tryggvason.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Reykjanesbrautin flutt fjær álverinu í Straumsvík og almmenningur borgi brúsann“, Náttúran.is: 11. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/11/reykjanesbrautin-flutt-fjaer-alverinu-i-straumsvik/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.