Stofan er sameiginlegt rými þar sem fjölskyldan slappar af og eyðir saman gæðastundum. Þar er lesið, hlustað á tónlist, horft á sjónvarp og tekið á móti gestum. Val á húsgögnum þarf því að vera í samræmi við fjölskyldustærð og ekki hvað sþst miðast við aldur barnanna í fjölskyldunni.

Val húsgagna getur skipt allan heiminn máli, þ.e. ef að þau eru úr regnskógarviði. Eyðing regnskóganna er á ábyrgð okkar allra. Ef eftirspurnin minnkar til muna, minnkar eyðing regnskóganna einnig til muna. Þannig getur lítil kaupákvörðun haft svo mikið að segja.

Annað umhverfismál „orkunotkun“ er annað stóra málið í stofunni. Sjónvarpið eyðir yfirleitt mestri orku. Nýju flatskjáirnir eyða t.d. gífurlegri orku, miklu meiri en forverar þeirra túpuskjáirnir. Lýsing og þá sérstaklega val á ljósaperum skiptir einnig verulegu máli.

Kíktu á hlutina í stofunni, þú þarft ekki annað en renna yfir myndina og smella á einstaka hluti til að nálgast upplýsingar um allt sem sýnilegt er á myndinni.

Grafik: Táknmyn stofunnar í Húsinu og umhverfinu hér á Náttúrunni. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
9. nóvember 2010
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Húsið og umhverfið - Stofan“, Náttúran.is: 9. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2008/01/05/husio-og-umhverfio-stofan/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. janúar 2008
breytt: 9. nóvember 2010

Skilaboð: