Stofnfundurinn Græna netsins leggst gegn miðlunarvirkjunum í Neðri-Þjórsá

Í dag, laugardag, voru stofnuð ný samtök umhverfis- og náttúruverndarmanna í tengslum við Samfylkinguna. Samtökin heita Græna netið – félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, og er þeim bæði ætlað að vera vettvangur umræðna og stefnumótunar og að veita forystumönnum flokksins í þessum málaflokkum samráð, hvatningu og aðhald.

Formaður Græna netsins var kjörinn Mörður Árnason og stjórnarmenn ásamt honum eru Dofri Hermannsson, Helga Rakel Guðrúnardóttir, Katrín Theodórsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir (varam.), Sigurður Ásbjörnsson og Sigrún Pálsdóttir (varam.)

Í ályktun frá stofnfundinum er fagnað umhverfisáherslum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Stjórnin er jafnframt hvött til að afstýra áformum Landsvirkjunar um miðlunarvirkjanir í neðrihluta Þjórsár og gefa skýrt til kynna að engar eignarnámsheimildir verði veittar í því skyni. Þá skorar fundurinn á stjórnvöld að meta umhverfisleg, hagræn og samfélagsleg áhrif af fyrirhuguðu álveri í Helguvík og tengdum framkvæmdum með heildstæðum hætti, og beinir því til ný s meirihluta í Reykjavík að sjónarmið náttúru- og umherfisverndar komi ríkulega við sögu við endurskoðun á stefnu Orkuveitunnar.

Sjá ályktun stofnfundarins í heild.

Myndin er tekin á stofnfundinum í Kaffi Hljómalind. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
13. október 2007
Höfundur:
Græna netið
Tilvitnun:
Græna netið „Græna netið - stofnfundur“, Náttúran.is: 13. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/13/grna-neti-stofnfundur/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. nóvember 2010

Skilaboð: