Ályktun stofnfundar Græna netsins
Ályktun frá stofnfundi Græna netsins
Engar miðlunarvirkjanir í Neðri-Þjórsá – Fagnað umhverfisáherslum í stjórnarsáttmála – Kanna Helguvík miklu betur – umhverfismál inn við endurskoðun á OR og HS.
Stofnfundur Græna netsins á Kaffi Hljómalind 13. október samþykkti einróma þessa ályktun:
Græna netið – félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina er nýtt félag sem er ætlað að vera vettvangur umræðna, upplýsinga og stefnumótunar í umhverfis- og náttúruverndarmálum, tengja saman jafnaðarmenn, flokksbundna sem óflokksbundna, sem hafa áhuga og þekkingu á umhverfismálum og náttúruvernd, og veita forystumönnum flokksins í þeim málaflokkum samráð, hvatningu og aðhald.
Græna netið fagnar þeirri auknu áherslu sem lögð er á náttúru- og umhverfisvernd í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða birtist sterkur vilji til að ná sátt í einu stærsta deilumáli síðustu ára og áform í loftslagsmálum lýsa einnig metnaði. Sú áhersla sem lögð er á stuðning við nýjar atvinnugreinar, svo sem hátækni- og þekkingariðnað, er teikn um nýja tíma.
Virkjanaáform Landsvirkjunar í Þjórsá hafa undanfarið valdið hatrömmum deilum. Ljóst er að engin brýn nauðsyn knýr á um þessar virkjanir og ríkisstjórnin hefur lýst yfir eindregnum vilja til að stuðla að sátt í málum af þessu tagi. Því skorar stofnfundur Græna netsins á ríkisstjórnina, sem ræður öllum stjórnarmönnum Landsvirkjunar, að leggja til hliðar áform fyrirtækisins um frekari miðlunarvirkjanir í Þjórsá og taka af allan vafa um að ekki verði veitt heimild til eignarnáms vegna þessara áforma. Jafnframt skorar fundurinn á sveitastjórnir sem málið varðar að taka virkjanir af aðalskipulagi.
Líklegt er að fyrirhugað álver í Helguvík setji efnahagslíf, umhverfi og samfélag í uppnám. Ekki hefur verið sýnt fram á hvar á að afla orku til álversins. Ljóst er að raflínulagnir mundu stórskaða náttúru Reykjanesskaga og möguleika hans sem útivistarsvæðis. Vandséð er hvar á að finna fólk til starfa í áformuðu Helguvíkurálveri á svæði þar sem búast má við að störfum muni fjölga um nokkur hundruð á ári á næstunni. Græna netið skorar því á stjórnvöld að láta meta umhverfisleg, hagræn og samfélagsleg áhrif af fyrirhuguðu álveri í Helguvík og tengdum framkvæmdum með heildstæðum hætti.
Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hafa á undanförnum árum haslað sér völl á sviði orkuframleiðslu með virkjun jarðvarmaorku. Þótt virkjun jarðvarma þyki um margt spennandi kostur er nýtingarhlutfall orkunnar enn afar lágt og ekki sama til hvers er virkjað. Ljóst er að ekki verður sátt um leggja fleiri verðmæt útivistarsvæði undir virkjunarframkvæmdir til stóriðju. Beina ætti athygli að bættri nýtingu núverandi virkjunarsvæða fremur en virkjun nýrra svæða, og er djúpborun afar athyglisverður kostur í því sambandi.
Stofnfundur Græna netsins treystir því að ný r meirihluti í borgarstjórn taki ríkt tillit til sjónarmiða náttúru- og umhverfisverndar við þá heildarendurskoðun á stefnu Orkuveitunnar sem boðuð hefur verið.
Engar miðlunarvirkjanir í Neðri-Þjórsá – Fagnað umhverfisáherslum í stjórnarsáttmála – Kanna Helguvík miklu betur – umhverfismál inn við endurskoðun á OR og HS.
Stofnfundur Græna netsins á Kaffi Hljómalind 13. október samþykkti einróma þessa ályktun:
Græna netið – félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina er nýtt félag sem er ætlað að vera vettvangur umræðna, upplýsinga og stefnumótunar í umhverfis- og náttúruverndarmálum, tengja saman jafnaðarmenn, flokksbundna sem óflokksbundna, sem hafa áhuga og þekkingu á umhverfismálum og náttúruvernd, og veita forystumönnum flokksins í þeim málaflokkum samráð, hvatningu og aðhald.
Græna netið fagnar þeirri auknu áherslu sem lögð er á náttúru- og umhverfisvernd í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða birtist sterkur vilji til að ná sátt í einu stærsta deilumáli síðustu ára og áform í loftslagsmálum lýsa einnig metnaði. Sú áhersla sem lögð er á stuðning við nýjar atvinnugreinar, svo sem hátækni- og þekkingariðnað, er teikn um nýja tíma.
Virkjanaáform Landsvirkjunar í Þjórsá hafa undanfarið valdið hatrömmum deilum. Ljóst er að engin brýn nauðsyn knýr á um þessar virkjanir og ríkisstjórnin hefur lýst yfir eindregnum vilja til að stuðla að sátt í málum af þessu tagi. Því skorar stofnfundur Græna netsins á ríkisstjórnina, sem ræður öllum stjórnarmönnum Landsvirkjunar, að leggja til hliðar áform fyrirtækisins um frekari miðlunarvirkjanir í Þjórsá og taka af allan vafa um að ekki verði veitt heimild til eignarnáms vegna þessara áforma. Jafnframt skorar fundurinn á sveitastjórnir sem málið varðar að taka virkjanir af aðalskipulagi.
Líklegt er að fyrirhugað álver í Helguvík setji efnahagslíf, umhverfi og samfélag í uppnám. Ekki hefur verið sýnt fram á hvar á að afla orku til álversins. Ljóst er að raflínulagnir mundu stórskaða náttúru Reykjanesskaga og möguleika hans sem útivistarsvæðis. Vandséð er hvar á að finna fólk til starfa í áformuðu Helguvíkurálveri á svæði þar sem búast má við að störfum muni fjölga um nokkur hundruð á ári á næstunni. Græna netið skorar því á stjórnvöld að láta meta umhverfisleg, hagræn og samfélagsleg áhrif af fyrirhuguðu álveri í Helguvík og tengdum framkvæmdum með heildstæðum hætti.
Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hafa á undanförnum árum haslað sér völl á sviði orkuframleiðslu með virkjun jarðvarmaorku. Þótt virkjun jarðvarma þyki um margt spennandi kostur er nýtingarhlutfall orkunnar enn afar lágt og ekki sama til hvers er virkjað. Ljóst er að ekki verður sátt um leggja fleiri verðmæt útivistarsvæði undir virkjunarframkvæmdir til stóriðju. Beina ætti athygli að bættri nýtingu núverandi virkjunarsvæða fremur en virkjun nýrra svæða, og er djúpborun afar athyglisverður kostur í því sambandi.
Stofnfundur Græna netsins treystir því að ný r meirihluti í borgarstjórn taki ríkt tillit til sjónarmiða náttúru- og umhverfisverndar við þá heildarendurskoðun á stefnu Orkuveitunnar sem boðuð hefur verið.
Birt:
12. október 2007
Tilvitnun:
Græna netið „Ályktun stofnfundar Græna netsins“, Náttúran.is: 12. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/12/lyktun-stofnfundar-grna-netsins/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. október 2007