Hvers vegna er mikilvægt að við virkjum náttúruvitund barna?

  • Í dag eru börnum veitt færri tækifæri til að vera úti náttúrunni.
  • Lítil snerting við náttúruna hefur neikvæð áhrif á þroskun barnsins og dregur úr þekkingu þess.
  • Börn sem vaxa upp án nokkurra tengsla við náttúruna fara á mis við þá ánægjulegu og þroskandi reynslu sem hún getur verið.
  • Án þessara tengsla eru minnkandi líkur á því að þau virði náttúruna í framtíðinni sem hlýtur að hafa áhrif á hvernig þau taka ákvarðanir um nýtingu hennar og verndun á fullorðinsárum.
  • Börn eiga rétt á því að fá að upplifa náttúruna, kanna hana, kynnast henni og uppgötva töfra hennar frá fyrstu árum.
  • Þekking á eigin umhverfi og menningu er forsenda þess að við skiljum og virðum menningu annarra.
  • Náttúrukennsla skapar skilning á sambandi okkar við umhverfið og náttúruna, kennir börnum að virða hana og vera ábyrgðarfull gagnvart henni. Víkkar sjóndeildahring þeirra og örvar hugmyndaflug.

Mikilvægt er-

  • Að hvetja börn til að taka þátt í umhverfisvænum verkefnum og leikjum.
  • Að hvetja börn til að vera meira meðvituð um umhverfi sitt og náttúruna.
  • Að nálgast börnin frá þeirra sjónarhorni.
  • Að hvetja börn að nota öll skilningarvitin til að upplifa náttúruna, hlusta, horfa, snerta og finna fyrir náttúrunni.
  • Að nýta sér forvitni og orku barna til að taka þátt í nýjum spennandi verkefnum.
  • Fyrir framtíð barnanna, framtíð menningarinnar og framtíð lífsins.

Markmið okkar með barna og fjölskyldu efninu hér á vefnum er að hvetja foreldra að virkja börn sín og fjölskylduna og skapa persónuleg tengsl við náttúrunna og umhverfið sem við búum í. Við hvetjum foreldrana til að fræða börn sín um náttúruna, mikilvægi hennar, ábyrgð okkar gagnvart henni og mikilvægi þess að læra að nýta hana en vernda hana á sama tíma.

Að fræðast um náttúruna getur verið skemmtileg fjölskyldu samvinna og börnin geta tekið að sér ýmis verkefni sem fræða þau, auka ábyrgðartilfinningu þeirra og gera þeim kleift að kynnast náttúrunni á frekari persónulegum nótum.
Fjölskyldu samvinnan getur þjappað fjölskyldunni enn frekar saman og gerir foreldrum kleift að taka þátt í skemmtilegum verkefnum með börnum sínum, aukið hugmyndaflæði þeirra og sín með fjölbreyttum einföldum fræðslu verkefnum.

Foreldrar hvetjið börnin ykkar til að kynnast náttúrunni og því sem hún hefur að bjóða!

Börn hvetjið foreldra ykkar í að virða náttúruna og umhverfi sitt t.d. í lifnaðarháttum!

Birt:
20. janúar 2013
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Fjölksyldan og náttúran“, Náttúran.is: 20. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2009/10/24/fjolksyldan-og-natturan/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. október 2009
breytt: 20. janúar 2013

Skilaboð: