Svanurinn, Norræna umhverfismerkið, er opinbert umhverfismerki Norrænu ráðherranefndarinnar. Merkið hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum. Vottun hverrar vörur gildir að hámarki til þriggja ára. Við endurnýjun vottunar þarf að uppfylla auknar kröfur því sem eru í sífelldri þróun og aukast. Kröfurnar eru gerðar í samráði við yfirvöld, iðnaðinn, verslun og umhverfissamtök. Kröfurnar taka til alls lífsferils vörunnar/þjónustunnar, frá framleiðslu til úrgangs. Svanurinn tekur nú til um 70 vöruflokka allt frá uppþvottalegi til húsgagna og hótela.

Umhverfisstofnun er rekstraraðili svansins á Íslandi.

Sjá þau fyrirtæki sem hafa Svansvottun hér á landi á Grænum síðum.

Einnig er hægt að sjá gott yfirlit yfir aðilan sem selja Svansmerktar vörur hér á Græna Íslandskortinu í flokknum „Umhverfisvænar vörur“.

 

Birt:
23. mars 2011
Höfundur:
Finnur Sveinsson
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „Svanurinn“, Náttúran.is: 23. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2007/05/07/svanurinn/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2007
breytt: 15. nóvember 2014

Skilaboð: