Beitilyng [Calluna vulgaris]

Lýsing: Kræklóttur smárunni, getur orðið þriggja áratuga gamall. Blöðin eru smá og krossgagnstæð. Blómin lítil í löngum klösum, greinaendar oftast blómlausir. Vex í mólendi og á heiðum. Algengt nema á NV-landi og miðhálendi.

Árstími: Nýblómgað í ágúst.

Tínsla: Tekið með skærum eða klippum. Einungis nývaxnir sprotar.

Meðferð: Þurrkað, gjarnan í knippum.

Ljósmynd: Beitilyng, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
13. ágúst 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð beitilyngs“, Náttúran.is: 13. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-villtra-jurta-beitilyng/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: