Náttúran.is sýnir á tveimur stöðum á sýningunni Blóm í bæ í Hvergerði nú um helgina. Annars vegar er vefurinn kynntur á umhverfissýningunni í íþróttahúsinu og hins vegar er Eldhúsgarðurinn kynntur í Listigarðinum. Guðrún Tryggvadóttir og Hildur Hákonardóttir verða á staðnum og kynna garðinn fyrir gestum en Eldhúsagarðurinn er nýr liður hér á vefnum sem auðvelda á fólki að skipuleggja garðinn sinn.

Þær Guðrún og Hildur settu upp raunverulegan, þrívíðan, lifandi Eldhúsgarð eftir módeilinu á vefnum sérstaklega fyrir sýninguna Blóm í bæ en þær hafa verið að vinna í skipulagi vefútgáfunnar og forrækta jurtir í garðinn frá því snemma í vor.

Garðyrkjustöð Ingibjargar hjálpaði síðan með það sem upp á vantaði af jurtum og BYKO smíðaði kassana sem síðan má kaupa í verslun BYKO á Selfossi á vægu verði.

í dag kl. 16:15 verður síðan sent út viðtal við þær Hildi og Guðrúnu um Eldhúsgarðinn í þættinum „Í boð náttúrunnar“ sem sent verður út á Rás 1.

Birt:
27. júní 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Náttúran.is sýnir vefinn og Eldhúsgarðinn á Blóm í bæ“, Náttúran.is: 27. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/27/natturan-synir-vefinn-og-eldhusgaroinn-blom-i-bae/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. mars 2010

Skilaboð: