Sólarræsting fær Svansvottun
Sólarræsting ehf. fékk formlega afhenta umhverfisvottun Svansins að viðstöddum umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttur þann 8. ágúst sl. Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólarræstingar segir vottunina afar mikilvæga og fyrirtæki leggi í ríkari mæli áherslu á vottun sem þessa sem skili sér aftur í auknum viðskiptum og ánægðari viðskiptavinum.
Svanurinn er sameiginlegt umvherfismerki stjórnvalda á Norðurlöndunum en Norræna ráðherranefndin setti það á laggirnar árið l989. Í upphafi hófu Svíar, Norðmenn og Finnar þetta samstarf en Íslendingar bættust í hópinn 1991 og Danir árið 1997. Svanurinn byggir á viðmiðunarkröfum sem taka til margra þátta á öllu lífsferli viðkomandi vöru eða þjónustu hvað varðar notagildi og umhverfisáhrif. Séu kröfurnar uppfylltar, fæst leyfi til að nota Svansmerkið.
Sólarræsting er annað ræstingarfyrirtækja á Íslandi til að hljóta Svansvottun en Fyrirtækjaþjónusta Enjó fékk vottun árið 2005.
Svanurinn er trygging neytenda fyrir gæðavöru sem skaðar umhverfið minna en aðrar vörur til sömu nota.
Það er alls ekki hlaupi að því að fá vottun sem þessa og talsvert átak að laga fyrirtæki að kröfum umvherfisvottunar Svansins. Undirbúningur Sólarræstingar að þessari viðurkenningu hófst sl. haust og hafa allir ferlar innan fyrirtækisins breyst með tilliti til Svansvottunarinnar. Nauðsynlegt var að skipuleggja alla hluti uppp á nýtt og búa til nýja verkferla og fara eftir þeim.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sólarræsting fær Svansvottun“, Náttúran.is: 18. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/18/slarrsting-fr-svansvottun/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. janúar 2008