Vattenfall opnar losunarfrítt kolaorkuver
Sænski orkurisinn Vattenfall hefur opnað tilraunaorkuver í Þýskalandi knúið kolum sem losar nánast engan koltvísýring út í andrúmsloftið.
Talsmenn fyrirtækisins segja að verið sé það fyrsta sinnar tegundar í heiminum, en umhverfisverndarhópar draga gildi verkefnisins fyrir loftslag jarðarinnar í efa.
Kolaverið, sem er staðsett nálægt Berlín, notfærir sér nýjustu tækni á sviði föngunar og förgunar koltvísýrings (carbon capture and storage – CCS) og er uppsett afl þess 30 megawött. Aflið er því ekki mikið, en þó nóg til að selja orku á almennum markaði.
Kolin sem verið brennir eru úr brúnkolum (surtarbrandi) og fer bruninn fram í umhverfi þar sem aðeins súrefni er að finna. Þetta þýðir að eini útblásturinn af brunanum er koltvísýringur, en þetta sparar vinnu við að skilja hann frá öðrum útblástursefnum sem ella þyrfti að gera. Útblæstrinum er svo dælt niður í jörðina.
Birt:
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Vattenfall opnar losunarfrítt kolaorkuver“, Náttúran.is: 12. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/12/vattenfall-opnar-losunarfritt-kolaorkuver/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.