Náttúrumarkaðurinn vex stöðugt og býður nú einnig til sölu vörur frá Heilsu hf. Mikið úrval af lífrænum matvörum, vítamínum, bætiefnum, hreinlætisvörum og snyrtivörum hafa því bæst við vöruúrvalið á markaðinum.

Náttúrumarkaðurinn hefur það markmið að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti og byggja upp óháð markaðstorg til að auka veg umhverfisvænna viðskipta. Vottanir og viðmið eru tengd hverri vöru sem og nákvæm innihaldslýsing og förgunarleiðbeiningar innihalds og umbúða.

Sjá örfá dæmi um úrvalið:
Udo´s 3-6-9 olíublanda, Floradix vítamín fyrir börn, Lífrænn morgunverður - heilhveiti-súkkulaðiflögur, Lífræn ólífu-jómfrúarolía með ávaxtabragði, Lífrænt smárahunang, Biotta suðrænn ávaxtasafi, Biona lífrænar kjúklingabaunir, Kvennablómi, Aubrey Organics Jojoba & Aloe hárnæring.

Skoðið fleiri vörur í deildum Náttúrumarkaðarins hér til hægri á síðunni. Með því að slá óskavöruna inn í leitarreitinn hér efst á síðunni getur þú einnig fundið vöruna sem þú ert að leita að.

Í körfuflipanum getur þú fylgst með hvað komið er í körfuna, bætt í eða tekið úr og fylgst með sendingarkostnaðinum. Náttúran veit þyngd hverrar vöru og reiknar því sendingarkostnaðinn jafnóðum. Að versla á netinu er umhverfisvænna en flestar innkaupaferðir innanbæjar. Það sparar bæði tíma og bensín því hér þarf ekki að keyra bíl frá einni búð til annarrar til að ná í það sem vantar.

Í skilmálaflipanum koma fram allar upplýsingar sem varða viðskiptin, öryggið og afhendingu. Hafir þú samt einhverjar spurningar eða viljir bara fá leiðbeiningar eða nánari upplýsingar þá hringdu í síma 483 1500 á virkum dögum frá 9:00-17:00 eða í síma 863 5490 fyrir utan skrifstofutíma.

Birt:
5. september 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heilsa á Náttúrumarkað“, Náttúran.is: 5. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/05/heilsa-nttrumarka/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. janúar 2008

Skilaboð: