Á meðan að Kárahnjúkavirkjun var í byggingu og í aðdraganda fyllingar Hálslóns var mikið rætt um að við þyrftum að doka við og bíða niðurstöðu af djúpborunarverkefninu áður en náttúra Íslands biði óbætanlegt tjón. Nú er verkefnið komið á skrið þó alls ekki sé víst hvort að hægt verði að beisla orku af slíku dýpi og enn óljósara hvenær niðurstöður um hagkvæmni geta legið fyrir.

Ef niðurstöður djúpborunarverkefnisins verða á þá leið að hægt verði að nýta orku af miklu dýpi verður í framtíðinni hægt að ná mun meiri nýtingu út úr háhitasvæðum en nú er unnt.

Á vef IDDP Iceland Deep Drilling Project er hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins og skoða kynningarefni.

Birt:
14. janúar 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslenska djúpborunarverkefnið“, Náttúran.is: 14. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/14/islenska-djupborunarverkefnio/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: