Fegurð heimsins er staðreynd sem ekki verður undan vikist. Hinn náttúrlegi heimur er ægifagur í bæði sköpunarferli sínu og tortímingu. Að horfa á Snæfellsjökul á sólríkum degi með svart Búðahraunið í forgrunni skapar fagurfræðilega upplifun sem fæstir vildu fara á mis við. Jafnvel eldgosin í Heklu og logandi hraun sem renna niður hlíðar eru fögur þótt hættuleg séu. Regnskógurinn er óendanlega fagur og ýmsar jurtir og fuglar skarta litbrigðum sem ekki er hægt að endurskapa nema með bestu ljósmyndavél. Fagurfræðilegt gildi náttúrunnar stendur stakt. Náttúran er falleg, og eingöngu þess vegna hefur hún sjálfstætt gildi. Við þurfum ekki að njóta fegurðarinnar til þess að fegurðin verði til. Fegurðin er einfaldega til sjálfrar sín vegna.

Snæfellsjökull. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
15. nóvember 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Fagurfræðilegt gildi náttúrunnar“, Náttúran.is: 15. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/fagurfrilegt-gildi-nttrunnar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. apríl 2007
breytt: 15. nóvember 2009

Skilaboð: