Umhverfi barnsins þarf að vera öruggt og uppfylla þarfir þess nótt sem dag. Foreldrar eiga það til að fara út í öfgar með skreytingu herbergja litlu englanna sinna. Of mikið af dóti getur kaffært hugmyndaflug barnsins og sett þau í þá stöðu að þurfa sífellt að velja og hafna. Börn þurfa ekki allt þetta dót. Einföld sterk leikföng sem vaxa með barninu gera þau alveg eins ánægð og hleypa hugmyndafluginu lausu.

Litaval í barnaherberginu hefur áhrif á sálarlíf barnsins og val á efnum hefur áhrif á næmni. Herbergi fullt af plastleikföngum og gerviefnum hefur ekki góð áhrif á barnið. Nýlegar rannsóknir hafa t.a.m. leitt í ljós að þalöt (mýkingarefni) í leikföngum séu mjög algeng þrátt fyrir að þau geti haft hormónatruflandi áhrif og þannig verið stórhættuleg börnum.

Ákveðin vakning er að eiga sér stað með efnaumhverfi okkar en málið er flókið og erftitt að halda yfirsýninni. Til að koma efnum úr umferð þurfa neytendur að taka þátt í því að sniðganga vörur og vörumerki sem stefna heilsu barnanna okkar í hættu.

Birt:
16. júlí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Barnaherbergið“, Náttúran.is: 16. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/barnaherbergi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. júní 2007
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: