Gjábakkavegur
Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, hvetur til þess að öll áform Vegagerðarinnar um Gjábakkaveg verði tekin til endurskoðunar.
Aðalfundurinn tekur undir áhyggjur menntamálaráðherra vegna áforma Vegagerðarinnar og hvetur þingmenn Suðurlands til að taka málið upp og finna lausn þar sem tekið er tillit til vel rökstuddra athugasemda um áhrif áformaðrar vegagerðar á Þingvallavatn, þjóðgarðinn á Þingvöllum og stöðu svæðisins á heimsminjaskrá UNESCO.
Séð yfir Lyngdalsheiði, frá gamla vegstæði Gjábakkavegar yfir til Þingvallavatns. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
11. maí 2008
Tilvitnun:
Landvernd „Gjábakkavegur“, Náttúran.is: 11. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/07/gjabakkavegur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2008
breytt: 11. maí 2008