Orð dagsins 10. apríl 2008
Aldrei hefur verið meira af plastrusli á fjörum Bretlands en einmitt nú. Samtökin Marine Conservation Society hafa kannað ástandið reglulega síðustu árin, og í síðustu úttekt kom í ljós að magnið hefur aukist um 126% frá því að fyrsta úttektin var gerð árið 1994.
Árlega verður plastið miklum fjölda sjófugla og annarra dýra að aldurtila, ýmist vegna þess að dýrin kafna við að kyngja plasti, eða þau festast í ruslinu. Í síðustu úttekt fundust 2.054 einingar af rusli á hverjum kílómetra strandlengju, en árið áður voru einingarnar 1.999 talsins.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
Birt:
10. apríl 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 10. apríl 2008“, Náttúran.is: 10. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/11/oro-dagsins-10-april-2008/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2008