Ber
Berjaflóran er alltaf að aukast með hlýnun loftslagsins. Ef ekki í villtri náttúrunni þá í görðunum. Skjólið leyfir okkur að reyna við hindber og stikilsber, bláberjarunna og sólber sem gefa mikið af sér og stór matarmikil jarðarber. Því sem ekki er hægt að torga af berjum, það má frysta. Velta berjunum upp úr svolitlum sykri milli tveggja skála og lausfrysta. Hita svo í ofnskúffu, gjarnan fleiri en eina tegund og hafa sem ábæti þegar vetrar. Það má líka frysta beint og sykra þegar hitað er.
Birt:
18. apríl 2010
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Ber“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/ber/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 20. maí 2014