Maðurinn hefur ætíð tekið hráefni úr náttúrunni, umbreytt því og skapað verðmæti. Þetta hefur hann gert með því að beita hugviti sínu og höndum. Þannig býr maðurinn í vissum skilningi til auðlind úr umhverfi sínu. Þegar auðlindin skapar vöru sem er komin á markað verður til hagkerfi og náttúran fær hagrænt gildi.

Það efast enginn um að náttúran hefur hagrænt gildi. Það sem ekki allir vita er að náttúran hefur sitt gildi áður en henni er breytt í hráefni. Þannig er náttúran annað og meira en hráefnisgeymsla fyrir mannkynið. Samt sem áður hafa tæknivædd samfélög nútímans tilhneigingu til þess að líta einungis á náttúruna sem hráefni en eins og við munum sjá hefur náttúran mörg önnur gildi en þetta þrönga hagræna sjónarmið bendir til.

Birt:
16. apríl 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Hagrænt gildi náttúrunnar“, Náttúran.is: 16. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/hagrnt-gildi-nttrunnar/ [Skoðað:3. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. janúar 2009

Skilaboð: