Græna tunnan á hvert heimili í Arnarneshreppi
Í gær undirritaði Arnarneshreppur samning við Íslenska Gámafélagið varðandi „Grænu tunnuna“ fyrir öll heimili í Arnarneshreppi. Þetta felur í sér að íbúar sveitarfélagsins fá Grænu tunnuna til viðbótar þeirri tunnu sem fyrir er. Græna tunnan er fyrir endurvinnanlegt sorp eins og bylgjupappa, sléttan pappa, fernur, plast, minni málmhluti, dagblöð/tímarit o.fl. Markmið verkefnissins er að minnka magn þess úrgangs sem fer til urðunar um allt að 40%. Með þessum aðgerðum verða íbúar sveitarfélagisins með beinum hætti þátttakendur í að gera Arnarneshrepp umhverfisvænna sveitarfélag.
Birt:
17. apríl 2009
Tilvitnun:
Ólöf Harpa Jósepsdóttir „Græna tunnan á hvert heimili í Arnarneshreppi“, Náttúran.is: 17. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/17/graena-tunnan-hvert-heimili-i-arnarneshreppi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.