Námskeið í tengslum við hátíðina Uppskera og Handverk 2007 sem fer fram dagana 10.-12. ágúst 2007 í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit.

Hálmfléttingar:
Doris Karlsson frá Svíþjóð kemur og vinnur á hátíðinni sjálfri. Hún heldur 7 tíma námskeið mánudaginn 13. ágúst en hún hefur sérhæft sig í handverki unnu úr hálmi.
Sjá mynd hér t.h.

Þæfing:
Valborg Mortensen er mikill listamaður þegar kemur að þæfingu. Hún mun kenna tækni sem heitir Spindelvevfilt en það er þæfing á næfurþunnum efnum sem eru í hálfgerðu blúndulíki, ullin er notuð án allra hjálparefna en silki hefur verið gjarnan notað til aðstoðar ullinni.

 

Valborg býr meðal annars til gardínur, sjöl, brúðarslör, kjóla og skúlptúra með þessari tækni. Sjá mynd hér t.v. Valborg verður þátttakandi á hátíðinni, með verkvinnu og hönnun sína. Námskeiðið hjá Valborgu verður haldið mánudaginn 13. og þriðjudaginn 14. ágúst samtals 15 tímar.

Leðursaumur:
Anna Gunnarsdóttir sem er með vinnustofu og gallerí Svartfugl og Hvítspói, Brekkugötu á Akureyri ætlar að kenna handsaum og formun á nautshúð. Hver nemandi mun sauma sér tösku. Námskeiðið hjá Önnu verður haldið helgina 7.-8.-9. september samtals 15 tímar.

Eldsmíði:
Beate Stormo hefur unnið að eldsmíði til nokkurra ára og hefur komið mörgum af stað á vel þekktum námskeiðum sínum í Kristnesi. Hún mun kenna eldsmíði í tengslum við hátíðina. Eldsmíði geta allir numið og merkilegt frá því að segja að járnið er lamið til líkt og unnið væri með leir. Beate verður með námskeið 13.-14.-15.ágúst og helgina 17.-18.-19.ágúst, hvort námskeið 11 tímar og einungis komast 4 þátttakendur að í einu.

Allar nánari upplýsingar og skráning hjá Dórótheu Jónsdóttir frkv.stj. Uppskera og handverk 2007 í síma 864-3633
www.handverkshatid.is
www.listalind.is
Birt:
26. júlí 2007
Tilvitnun:
Dórothea Jónsdóttir „Námskeið - Uppskera og Handverk 2007“, Náttúran.is: 26. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/26/nmskei-uppskera-og-handverk-2007/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: