Betristofur hér og þar um borgina
„Betristofa borgarinnar“ er verkefni sem hlaut styrk frá styrktarsjóð Reykjavíkurborgar, Vertu með í að skapa betri borg. Miðbærinn, betristofa borgarinnar, er ekki einungis fallegt svæði sem virða má fyrir sér heldur á hún að notast sem íverurými. Með inngripum hópsins ætlum við að glæða minna notuð svæði miðbæjarins lífi, staðirnir munu fá nýjan og aukinn tilgang og áhugaverðum innsetningum komið fyrir. Smám saman færist hlutverk miðbæjarins frá því að vera virðuleg stássstofa þar sem allt er ósnertanlegt til þess að vera lifandi svæði þar sem ungir sem aldnir geta lifað og leikið sér.
Allir velkomnir í Betristofu borgarinnar. Það sýnir sig og sannar þegar hún verður til í bókstaflegri merkingu undir berum himni þar sem fólk getur sest, spjallað og notið veðurblíðunnar. Það má meira að segja setja fæturna upp á borð og hoppa í sófanum.
Meira á http://www.wix.com/betristofan/rvk/ og/eða á Facebook síðunni þeirra.
Birt:
Tilvitnun:
Betristofan „Betristofur hér og þar um borgina“, Náttúran.is: 11. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/11/betristofur-her-og-thar-um-borgina/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.