Nú hefur Tesla Motors fært úr kvíarnar og eru að hefja sölu á Tesla Roadster bílnum í Evrópu. Roadstreinn frá Tesla er merkilegt farartæki sem afsannar margar bábiljur. Hann fer frá kyrrstöðu í 100Km/Klst á rúmum 3 sekúndum og getur ekið 320 Km á einni fyllingu. Ekki tanki heldur rafhleðslu. Þetta er semsagt rafbíll sem tekur jafnvel sprækustu bensínhákum fram í spyrnu og hraða. Sportbíll sem eyðir ekki dropa af eldsneyti.
Birt:
3. maí 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Tesla tryllitækið til Evrópu“, Náttúran.is: 3. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/03/tesla-tryllitaekio-til-evropu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: