Garðatunnan - ný þjónusta Gámaþjónustunnar
Gámþjónustan hf. býður nú upp á nýja þjónustu „Garðatunnuna“ sem ætti að hjálpa fólki að losa sig við garðaúrgang af lóðum sínum en slíkur úrgangur verður ekki sóttur í hverfin á stór-Reykjavíkursvæðinu í sumar vegna sparnaðarráðstafana.
Garðatunnan er 240 lítra tunna á hjólum sem setja má allan garðaúrgang í og losuð er reglulega. Hún er ætluð garðeigendum sem vilja þægilega leið til að losna við garðaúrgang.
Hægt er að panta garðatunnuna á gardatunnan.is þar sem hægt er að fylla út beiðni og ganga frá greiðslu með kreditkorti á öruggan hátt. Gámaþjónustan sendir þér síðan tunnuna innan tveggja virkra daga. Þú getur séð losunardaga í þínu hverfi á gardatunnan.is. Eingöngu garðaúrgangur má fara í tunnuna.
Garðaúrgangurinn fer til jarðgerðar í nýju jarðgerðarstöð Gámaþjónustunnar við Berghellu í Hafnarfirði.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Garðatunnan - ný þjónusta Gámaþjónustunnar“, Náttúran.is: 22. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/22/garoatunna-komin-markao/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.