Vara frá farsíma aukahlutafyrirtækinu Strax var á dögunum valin Uppfinning Ársins (Innovative Product of the Year), á The Mobile News Awards í London.

Umhverfisvæna Hleðslutækið (The Green Charger) frá Strax notar enga raforku þegar sími er ekki tengdur við tækið, ólíkt öllum öðrum hleðslutækjum fyrir farsíma á markaðinum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strax.

„Með þessu nýja hleðslutæki þá reiknast okkur til að notendur muni spara um 500-1000 krónur krónur á ári í rafmagnskostnað miðað við núverandi hleðslutæki. Ef við náum okkar markmiðum um að 5% af heimilum í Evrópu skipti gamla hleðslutækinu út fyrir The Green Charger mun sparnaðurinn af notkun þessa tækis nema milljörðum króna á hverju ári,“ segir Jón Óttar Birgisson Framkvæmdastjóri Þróunarmála hjá Strax í tilkynningunni.

„Að vinna þessi verðlaun er mikill heiður fyrir okkur hjá Strax, þar sem The Mobile News Awards er Óskarsverðlaunahátíð farsímageirans í Evrópu og allar vörur það árið, bæði farsímar og farsíma aukahlutir, keppa um verðlaunin. Það sem gerir þetta sérstaklega ánægjulegt er að þetta er bara í annað skiptið í tólf ára sögu þessarar keppni að farsíma aukahlutur vinnur þessi verðlaun. Venjulega eru það stór farsíma þróunarverkefni sem hljóta verðlaunin. Í fyrra hlaut t.a.m. Blackberry Pearl þessi verðlaun og þar á undan Nokia N95,  bæði símar sem hafa selst í tugum milljóna eintaka.“

Umhverfisvæna hleðslutækið „The Green Charger“ frá Strax notar enga raforku þegar sími er ekki tengdur við tækið. 

Sjá vef Strax strax.com og strax.is.

Birt:
27. mars 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Ný vara frá Strax hlýtur verðlaun“, Náttúran.is: 27. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/27/ny-vara-fra-strax-hlytur-verolaun/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: