Út er komið annað tölublað tímarits Í boði náttúrunnar og er það kennt við veturinn. Fyrsta tölublað tímaritsins „Sumar í boði náttúrunnar kom út í sumar og gaf fyrirheit um að hér væri á ferð metnaðarfull útgáfa, bæði  hvað innhald og útlit varðar.

Útgáfan er heldur ekki á höndum neinna aukvissa þar sem Guðbjörg Gissurardóttur hönnuður og maður hennar Jón Árnasyni standa að útgáfunni. Þau hjón hafa stjórnað samnefndum útvarpsþætti á rás eitt sl. tvö sumur.

Vetrarblaðið er ekki síðra en Sumarblaðið sem var einnig gullfallegt og þægilegt viðkomu, prentað á mattan pappír í Svansvottaðri prentsmiðju Odda.

Hönnuðir eru þær Bergdís Sigurðardóttir og Kristín Agnarsdóttir en Guðbjörg er ritstjóri blaðsins.

Hægt er að skoða blaðið á vefsíðu tímaritsins www.ibodinatturunnar.is.

Birt:
2. desember 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vetur í boði náttúrunnar“, Náttúran.is: 2. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/02/vetur-i-bodi-natturunnar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 31. janúar 2011

Skilaboð: