Bókagjöf til Sesseljuhúss
Í lok vinnufundar samvinnuhóps Náttúrunnar um vistvænar og sjálfbærar byggingar afhenti Birgir Þórðarson umhverfisskipulagsfræðingur, Bergþóru Hlíðkvist Skúladóttur forstöðumanni Sesseljuhúss, bókagjöf til hússins.
Bækurnar fjalla um vistvæna aðferðarfræði og stefnur í byggingarhönnun og skipulagi. Einnig bækur um garðrækt og önnur umhverfistengd málefni. Sesseljuhús hefur nú þegar safnað fjölda bóka um viðfangsefnið og verða bækur safnsins innna tíðar skráðar til útláns. Í dag er bókasafnið opið öllum almenningi og hægt er fá bækur lánaðar eða skoðað þær í þægilegu umhverfi, í Sesseljuhúsi að Sólheimum.
Sjá vef Sólheima og Sesseljuhúss.
Á myndinni er Birgir Þórðarson að kynna Bergþóru Hlíðkvist Skúladóttur bókagjöfina. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bókagjöf til Sesseljuhúss“, Náttúran.is: 15. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/bokagjof/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 28. maí 2007