Nú styttist í vettvangsferð Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Græna netsins um eitthvert magnaðasta eldsumbrotasvæði veraldarsögunnar, Skaftárhrepp og nærsveitir.

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur verður leiðsögumaður í ferðinni og mun hann fara með ýmsan fróðleik um virkjunaráform í Skaftárhreppi og umhverfisáhrif þeirra. Einnig fjallar Sigmundur um eldgosið í Eyjafjallajökli, sögu Kötluhlaupa, eldgos í Eldgjá í upphafi 10. aldar, Skaftáreldahlaup og áhrif þeirra á Skaftárhraun svo eitthvað sé nefnt. Sjá ferðalýsingu.

Lagt verður í ferðina frá BSÍ kl. 9.00 laugardaginn 11. og er búist við heimkomu kl. 19.00 sunnudaginn 12. sept.
Hópurinn gistir í svefnpokaplássi í skálanum í Hólaskjóli sem er fjallaskáli skammt frá Eldgjá. Ferðafélagar taka með sér nesti fyrir báða dagana, heitt á brúsa og lítinn bakpoka til gönguferða. Boðið verður upp á kvöldverð sem er innfalinn í verði. Við reynum að ganga þar sem færi gefst til að ferðafélagar fái hæfilega hreyfingu. Veðurútlit um helgina er ágætt.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Pálsdóttir í síma 866 9376 eða 552 5242 (Landvernd).

Birt:
7. september 2010
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Virkjunaráform í Skaftárhreppi - Haustferð 11. - 12. september“, Náttúran.is: 7. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/07/virkjunaraform-i-skaftarhreppi-haustferd-11-12-sep/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. september 2010

Skilaboð: