Nú stendur yfir hátíð um Norræna matarmenningu í Norræna húsinu en hátíðin var sett á sunnudaginn var og stendur fram á næsta stunnudag. Í dag þriðjudaginn 19. febrúar er dagkráin sem hér segir:

  • 11:00 Keimur úr norðri. Börn og matarvenjur. Fyrirlestur og vinnustofa. Tastes from the north. Children and food habits. Lecture and workshop. Claus Meyer / Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
  • 13:15 Stefnumót hönnuða og bænda / Designers and farmers united. Fyrirlestur / Lecture. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir*.
  • 14:00 Gómsæt næring / Delicious nutrition. Fyrirlestur og smökkun / Lecture and tasting. Erna Kaaber. Veitingahúsið Icelandic Fish and Chips / Restaurant Icelandic Fish and Chips.
  • 15:00 Hið nýja Norræna eldhús / The new Nordic kitchen. Fyrirlestur / Lecture. Claus Meyer.
  • 16:00 Heimur vínsins / Introduction to the world of wine. Fyrirlestur og smökkun / Lecture and tasting. Sérfræðingar frá ÁTVR / Wine-experts from ÁTVR.

Sjá dagskrá allra daganna nánar í vefútgáfu bæklings hátíðarinnar.

*Myndin er af skyrkonfekti, einum afrakstri samvinnuverkefnisins „Stefnumót hönnuða við bændasamfélagið“ en þar vinna nemendur Listaháskóla Íslands með frumkvöðlum úr röðum bænda að því að þróa hugmyndir að nýjum vörum. Skyrkonfektið var unnið í samvinnu við Mjólkurbúið Erpstaði í Dölunum. Hönnuðirnir Brynhildur og Guðfinna Mjöll eru leiðbeinendur í Listaháskóla Íslands og reka auk þess hönnunarstofuna Við Borðið en nemendur þeirra þær Kristín Birna Bjarnadóttir, Alda Halldórsdóttir og Sabrina Elisabet Stigler hönnuðu þessa skemmtilegu súkkulaði-júgurmola sem fylltir eru skyri. Þær Brynhidur og Guðfinna Mjöll kynna verkefnið í Norræna húsinu í dag.

Birt:
19. febrúar 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kræsingar og kæti - Fyrirlestrar í dag 19. febrúar“, Náttúran.is: 19. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/19/kraesingar-og-kaeti-fyrirlestrar-i-dag/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: