Gagnsemi birkisafa
Ekkert tré endurspeglar vorið jafn sterkt og birkið. Grannt með þunnum blöðum er það tákn fyrir æsku og lífsgleði. Í maí-júní innihalda fersk birkiblöðin mörg góð og nauðsynleg efni. Þau innihalda mikið af C-vítamíni sem eykur fitubrennslu og eru einnig góð fyrir húðina.
Birkisafi úr birkiblöðum hefur heilnæma virkni vegna þess að hann hefur jákvæð áhrif á vökvajafnvægi líkamans og kemur í veg fyrir bjúg. Í fornöld var birkisafi notaður sem fegrunarmeðal, og einnig þótti heilnæmt að drekka birkivín.
Myndin er af birkilaufi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
10. maí 2009
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Gagnsemi birkisafa“, Náttúran.is: 10. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2007/05/08/gagnsemi-birkisafa/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. maí 2007
breytt: 25. nóvember 2010