Bleikja með sölvasósu og vínberjum
4 bleikjuflök
1 bolli sölvasósa
1 – 2 rauðlaukar
4 – 6 íslenskir villisveppir
blár vínberjaklasi
kartöflur
Bleikjuflökin eru marineruð úr sölvasósu í 10 – 15 mínútur. Einnig má nota lax í þennan rétt. Bakað í ofni í nokkrar mínútur við 200° eða sett á grill í álpappír. Rauðlaukur skorinn í þunna hringi og sveppir skorin i frekar smáa bita. Steikt á pönnu. Stráð jafnt yfir bleikjuna þegar hún er tilbúin. Borið fram með bláum vínberjaklasa, soðnum kartöflum og sósu.
Sósa:
1 dós sýrður rjómi
léttmjólk
1 msk majones
½ tsk tómatsósa
1 tsk kanill
1 tsk karrþ
½ dl ristaður beltisþari
Sýrður rjómi hrærður, smávegis af léttmjólk bætt í og hrært saman. Majonesið hrært áður en það er sett saman við. Tómatsósu og kryddi bætt í. Sósan látin standa í nokkra klst í ísskáp. Myljið ristaðan beltisþara saman við sósuna áður en hún er borin fram. Sölvasósan passar sérstaklega vel með bleikju og laxi, en þarasósan passar betur ef notaður er notaður er hvítur fiskur.
Sölvasósa frá Hollustu úr hafinu fæst hér á Náttúrumarkaði.
Ristaður beltisþari frá Hollustu úr hafinu fæst hér á Náttúrumarkaði.
Birt:
Tilvitnun:
Hollusta úr hafinu „Bleikja með sölvasósu og vínberjum“, Náttúran.is: 23. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/23/bleikja-me-slvassu-og-vnberjum-hollusta-r-hafinu/ [Skoðað:9. maí 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2008