Sjálbær ferðaþjónusta - Umhverfis og skipulagsmál

Ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasinn Ríki Vatnajökuls í samstarfi við Háskólasetur á Hornafirði mun standa fyrir opnu málþingi í Nýheimum á Höfn 21.-22. október 2009. Umfjöllunarefnið verður umhverfis- og skipulagsmál í ferðaþjónustu á Íslandi og er málþingið opið öllum.
Uppskeruhátíð Ríkis Vatnajökuls verður haldin í kjölfar málþingsins á miðvikudagskvöldi. Þar munu aðilar í Ríkinu gæða sér á góðum mat og skemmta sér saman eftir annasamt og gæfuríkt sumar. Öllum er frjálst að taka þátt í fögnuðinum gegn vægu gjaldi.

Skráning á málþingið fer fram hjá Söndru Björgu hjá Háskólasetrinu á Höfn í síma 470-8044 eða á netfanginu sbs@hi.is. Lokadagur skráningar er föstudaginn 16. október. Ekkert þátttökugjald er á málþinginu.

Dagskrá:

 

Miðvikudagurin 21. október 2009:

09:00 Setning málþings og inngangsorð Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastjóri
09:10 Hagræn áhrif skipulags Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Skipulagshagfræðingur
09:30 Deiliskipulag – tilgangur? Sigbjörn Kjartansson, Arkitekt
09:50 Vistvænir áningastaðir Egill Guðmundsson, Arkitekt
10:10 252.362 Regína Hreinsdóttir, Þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli
10:20 Kaffi
10:40 Staðardagskrá í Sveitarfélaginu Hornafirði – staða og stefna Haukur Ingi Einarsson, Framkvæmdastjóri tækni og umhverfisssviðs Sveitarfélagsins
10:50 Sveitarfélög og fyrirtæki á sama báti Stefán Gíslason Framkvæmdastjóri UMÍS ehf. Environice
11:10 Stöðlun, vottun og skipulag ferðamannastaða Sveinn Rúnar Traustason Umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu
11:30 Umræður
12:00 Hádegisverður á Kaffi Horninu og Müllers æfingar
13:00 Þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu Þorvarður Árnason Forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði
13:40 Reynsla Ferðaþjónustu bænda af Green Globe vottunarferlinu - Berglind Viktorsdóttir, Gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda
14:00 Hugvekja um umhverfis og skipulagsmál Erna Hauksdóttir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
14:20 Jarðerni Anna Dóra Hermannsdóttir, ferðaþjónustuaðili á Klængshóli Skíðadal
14:40 Kaffi
15:00 Pallborðsumræður
16:30 Lokaorð og ráðstefnu slitið Rósa Björk Halldórsdóttir Framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls

Fimmtudagurinn 22. október 2009:

09:00 Vinnuhópar taka til starfa

  • Umhverfisleg viðmið & markmið fyrir þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls
  • Efnahagsleg viðmið & markmið fyrir þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls
  • Samfélagsleg viðmið & markmið fyrir þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls
  • Samband Ríkis Vatnajökuls og Vatnajökulsþjóðgarðs

11:00 Kynning á niðurstöðum vinnuhópa og umræður
12:00 Umræðum lokið

Sjá nánar á vef Ríkis Vatnajökuls.

Birt:
16. október 2009
Höfundur:
Ríki Vatnajökuls
Tilvitnun:
Ríki Vatnajökuls „Haustþing Ríkis Vatnajökuls“, Náttúran.is: 16. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/16/haustthing-rikis-vatnajokuls/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: