Verður risa-kálver reist í Ölfusi?
Í frétt á DV segir frá því að í ónefndir aðilar séu að skoða það að reisa risagróðurhús á 10 hektara svæði á Suðvesturlandi án þess að tiltekinn sé ákveðinn staður í því sambandi. Gróðurhúsið yrði sett upp nálægt jarðvarmaveitu, sem gefur tilefni til að ætla að staðsetning sé annað hvort í Ölfusi, á Hellisheiðinni sjálfri eða á Reykjanesi.
Skynsamlegast væri þó að reisa slíkt risagróðurhús á sléttunum í Ölfusi eins og við höfum margoft bent á sem kjörinn stað fyrir „orkufrekan iðnað“ á grænum nótum. Stutt í orkuna á heiðinni og orkan nýtist til umhverfisvænnar atvinnuuppbyggingar í heimabyggð. Það skildi þó aldrei vera að skynsemin sé að taka völdin á Íslandi?
Birt:
30. júní 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Verður risa-kálver reist í Ölfusi?“, Náttúran.is: 30. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/30/verdur-risa-kalver-reist-i-olfusi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. janúar 2011