Þyngdaraflið - bók fyrir börn um eðli jarðar
Þyngdaraflið er ævintýri sem er ætlað börnum á aldrinum 5-11 ára og leitast við að efla umhverfisvitund, skilning barna á eðli jarðarinnar og sjálfstraust þeirra. Bókin er listavel skrifuð og myndskreytt og er hver myndopnan annarri skemmtilegri.
Boðskapur bókarinnar er að við sýnum jörðinni virðingu. Bókin er afrakstur af samstarfi þeirra Önnu Ingólfsdóttur og Elísabetar Brynhildardóttur sem hófst með því að þær tóku þátt í hönnunarsamkeppni um forsíðu Símaskrárinnar 2010 þar sem þær sendum inn 3 tillögur, og unnu 1., 2. og 3. verðlaun af 1530 innsendum tillögum.
Anna Ingólfsdóttir útskrifaðist frá Vermont College í Bandaríkjunum með BA í bókmenntum og ritlist. Hún hefur áður skrifað barnabókina Mjallhvítur sem fjallar um nokkra degi í lífi hreyfihamlaðs kattar. Þetta er fyrsta barnabók Elísabetar Brynhildardóttur en hún útskrifaðist 2007 frá University College for the Creative Arts í Bretlandi með BA gráðu í myndskreytingum og hönnun og hefur tekið þátt í ótal sýningum.
Mynd: Forsíða bókarinnar Þyngdaraflið.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þyngdaraflið - bók fyrir börn um eðli jarðar“, Náttúran.is: 3. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/03/thyngdaraflid-bok-fyrir-born-um-edli-jardar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.