Norrænir handverksdagar 2010
Norræna félagið á Akureyri mun í samstarfi við Handverkshátíðina að Hrafnagili og Menningarráð Eyþings standa fyrir Norrænum Handverksdögum dagana 10. – 12. ágúst. Í ár höfum við fengið til liðs við okkur Hildi Rosenkjær og Svíana Kerstin Lindroth og Sune Oskarsson.
Á Norrænum handverksdögum verður boðið upp á eftirfarandi námskeið:
- Gerð íláta úr næfur. Næfur eða birkibörkur hefur verið nýttur í nytjamuni um langan aldur, en við notum lýsingarorðið „næfurþunnt“ án þess að vita hvað það merkir.
- Tálgun ölhænu. Ölhæna er ílát sem öl/mjöður var drukkin úr hér áður fyrr.
- Flauelisskurður með perlusaumi eða snúrurlagningu. Þetta handverk þekkist víða og var notað til skreytingar t.d. á fatnaði langt aftur í aldir. Hér á landi var hann notaður til að skreyta kraga og boðungsborða faldbúningstreyjunnar á 18. og fram á 19. öld.
Sjá nánari upplýsingar í námskeiðin eru að finna á vef hátíðarinnar handverkshatid.is. Skráningar eru þegar hafnar á handverksdagar2010@gmail.com. Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Hadda í síma: 899 8770
Birt:
16. júní 2010
Tilvitnun:
Dórothea Jónsdóttir „Norrænir handverksdagar 2010“, Náttúran.is: 16. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/16/norraenir-handverksdagar-2010/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.