Umhverfissinna á stjórnlagaþing!
Nokkur umræða er nú meðal fólks sem ber hag umhverfis og náttúru og þar með núlifandi og komandi kynslóða fyrir brjósti, að mikilvægt sé að sem flestir af þeirri gerðinni bjóði sig fram til stjórnlagaþings. Tíminn sem til stefnu er styttist óðum og því mikilvægt að þeir sem hug hafa á framboði byrji að undirbúa framboð sitt hið fyrsta. Frestur til að skila framboði er til hádegis þ.18. október nk.
Jafnvel þó að flestum líki illa að mögulegt sé að auglýsa framboð sitt og eyða allt upp í tveim milljónum í kynningar ætti það ekki að vera sá þröskuldur sem stendur í vegi fyrir því að vegur Íslands í átt að sjálfbæru samfélagi skaðist að eilífu. Við viljum hvetja umhverfissinna til að láta verða af framboði og bendum á að einlitt framboð, eingöngu með sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum er ekki endilega til þess fallið að ná árangri heldur vill fólk miklu sennilegar sjá atorkusama einstaklinga sem þora að segja skoðun sína og sem láta ekki bilbug á sér finna þó að baráttan sé hörð og löng og mjög svo ströng.
Á Wikipediu er að finna lista sem heldur utan um þá aðila sem nú þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Athugið að listinn er ekki endilega tæmandi og margir sjálfsagt enn að undirbúa stuðningsgögn sín. Sjá nánar á Wikipedia. Sjá facebooksíðu frambjóðanda stjórnlagaþings.
Hafi einhver áhuga á að leyfa okkur að heyra af tillögum um frambjóðendur eða um langanir til að bjóða sig fram eða hitta annað fólk sem hefur áhuga á að ræða um málið þá skrifið okkur á nature@nature.is eða hringið í síma 483 1500 eða 863 5490.
Ljósmynd: Þjóðarblómið holtasóley, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfissinna á stjórnlagaþing!“, Náttúran.is: 14. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/14/umhverfissinna-stjornlagathing/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.