Sólin er stjarna í miðju sólkerfi okkar. Jörðin snýst á sporbaug í kringum sólina. Hiti og ljós sem frá sólinni stafa viðhalda nánast öllu lífi á jörðu.
Um 74% af massa hennar er vetni, 25% er helíum. Sólin er talin vera um 4,5 milljarða ára gömul, og er um það bil komin hálfa leið í gegnum líf sitt, þar sem kjarnasamruni í kjarna hennar bræðir saman vetni og myndar helíum. Eftir um 5,5 milljarða ára mun sólin breytast í hringþoku.

Birt:
19. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Sólin“, Náttúran.is: 19. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/slin/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: