Fjölmenni situr nú Náttúruverndarþing 2012 í í Háskólanum í Reykjavík þar sem rætt hefur verið staða mála hvað varðar verndun og orkunýtingu landssvæða, stöðu, skipulag og samtarf félagasamtaka í náttúruvernd á Íslandi. Auk þessa voru þrjár samliggjandi málstofur starfandi er tóku fyrir þrjú málefni.

Í málstofu 1: Náttúruvernd og ferðaþjónusta var Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum með innlegg, málstofustjórar voru Rannveig Ólafsdóttir, dósent í ferðamálafræði og Anna G. Sverrisdóttir, stjórnarkona í Landvernd

Í málstofa 2: Náttúruvernd og lýðræði var Kristinn Már Ársælsson með innlegg en hann er félagsfræðingur og stjórnarmaður í Öldu. Málstofustjóri var Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar.

Í málstofa 3: Náttúruvernd, friðlönd og þjóðgarðar var Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur með innlegg. Málstofustjóri var Einar Þorleifsson, náttúrulandfræðingurþ

Allar málstofur afgreiddu ályktanir sem og fundurinn í heild sinni og verða þær birtar hér á vefnum um leið og þær verða tilbúnar.

Í kvöld er blásið til náttúruverndarfagnaðar á Sólon frá kl. 20:00.

Guðmundur Páll Ólafsson var valinn Nátttúruverndarinn, sem er ný viðurkenning náttúruverndarsamtaka sem veitt er fyrir ötula náttúruverndarbaráttu á Íslandi.

Ljósmyndir: Efri, frá Náttúruverndarþingi 2012 í Háskólanum í Reykjavik, neðri mynd er af Náttúruverndaranum Guðmundur Páll Ólafsson er hann tók við blómvendi í tilefni útnefningarinnar. Ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
28. apríl 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Guðmundur Páll Ólafsson valinn Náttúruverndarinn á Náttúruverndarþingi “, Náttúran.is: 28. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/28/gudmundur-pall-olafsson-valinn-natturuverndarinn-n/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: