Gamestöðin tekur við notuðum tölvuleikjum og leikjatölvum, lagar rispur á diskum og „sjænar“ þá upp fyrir nýja eigendur. Hugmyndin er ekki bara snjöll heldur alveg í takt við umhverfishugsun og meðvitaða neyslu. Krakkarnir eru hrifnir enda fá þeir eitthvað fyrir gömlu leikina og geta keypt sér nýja/notaða mun ódýrara en ef þeir væru glænýir. Gamestöðin greiðir þriðjung af söluverði fyrir notaðan leik eða leikjatölvu en einnig er hægt að safna inneign til seinni tíma. Álagningin er því 200%. Þessar upplýsingar fengust í verslun Gamestöðvarinnar í Kringlunni dag en ekki er sérstaklega tekið fram hvað greitt er fyrir leikina á heimasíðu verslunarinnar gamestodin.is en þar segir:
Komdu til okkar með gömlu leikina og leikjatölvuna. Skiptu þeim uppí nýja fyrir besta mögulega verðið. Sparaðu fullt af peningum.

Allt í allt má það teljast ágætis ávinningur fyrir Gamestöðina að taka við notuðum leikjum og leikjatölvum og selur aftur viðgerð og í fínu standi. Ávinningurinn er þó líka umhverfisins og krakkanna svo dæmið gengur ágætlega upp.

Birt:
23. janúar 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Endurnýting gömlu leikjanna hjá Gamestöðinni“, Náttúran.is: 23. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/23/endurnyting-gomlu-leikjanna-hja-game-stooinni/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. janúar 2009

Skilaboð: