Landvernd aðvarar Skagfirðinga - Villinganesvirkjun
Landvernd hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma um virkjun Héraðsvatna:
Landvernd varar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar við því að festa virkjunarkosti við Villinganes og Skatastaði inn á aðalskipulag. Engin ákveðin áform eru uppi um virkjun Jökulsár Austari við Skatastaði og því ótímabært að festa þá virkjun inn á aðalskipulag.
Villinganesvirkjun hefur í för með sér umtalsverð óafturkræf umhverfisáhrif og orkuöflun hennar er bæði lítil og kostnaðarsöm eins og fram kom í fyrsta áfanga rammaáætlunar.
Hagkvæmni virkjunar við Villinganes grundvallast á miðlun vegna Skatastaðavirkjunar og því telst Villinganesvirkjun ein og sér varla raunhæfur kostur út frá efnahagslegum sjónarmiðum enda virkjunin sögð hagkvæm sem „fyrsti áfangi virkjunar Héraðsvatna".
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Landvernd aðvarar Skagfirðinga - Villinganesvirkjun“, Náttúran.is: 4. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/villinganesvirkjun/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 11. maí 2007