Stærsti handverksmarkaður heims opnar í Torino á Ítalíu í sambandi við Alþjóðlegu Slow Food ráðstefnuna Terra Madre á miðvikudaginn 3. nóvember. Markaðurinn sem er kallaður Salone del Gusto, gefur ráðstefnugestum tækifæri til að kanna sambandið sem er á milli matar, staðar og menningar og veitir sjaldgæft tækifæri  fyrir bændur og handverksfólk, fræðimenn og matreiðendur, víngæðinga og nýgræðinga til að hittast, læra hver af öðrum og vingast.

Terra Madre leiðir saman matvælaframeiðendur, bændur, kokka, kennara og ráðgjafa frá meira en 150 löndum sem segja sögur af sínum siðum og kynna lausnir til handa smáum landbúnaðareiningum og hvernig megi halda sjálfbærri matvælaframleiðslu gangandi.

í ár er sýnendum ekki skipt upp á deildir þar sem hvert svæði hefur sitt „tema“ hefur er raðað upp samkvæmt uppruna fæðunnar svo gestir geti skilið og notið sérkenna hvers staðar.

Eitt af því mest spennandi á sýningunni er grænmetisgarðurinn. Gestir fá að kynna sér lifandi plöntur sem vaxa á svæðinu á þessum árstíma og öllum þeirra mörgu afbrigðum.

Þarna eru sýnd:

  • Ræktunarbeð og kynntur hinn gífurlegi fjöldi fræja sem skapar líffræðilega fjölbreytni.
  • Safnhaugur, sem er gagnlegt tæki til endurvinnslu og til að minnka úrgang.
  • Lóðréttur garður, sem dæmi um einn af milljón möguleikum til að skapa garð á svölum hvar sem er.

Sjá nánar á vef Salone de Gusto sýningarinnar.
Sjá einnig vef samtakanna Slow Food Reykjavík en 12 íslenskir þátttakendur taka þátt í Terra Madre sýningunni.

Birt:
24. október 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Terra Madre og Salon del Gusto í Torino“, Náttúran.is: 24. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/24/terra-madrei-i-torino/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: