Bakkabrim er kaffiskýli við bryggjuna á Eyrarbakka en það er í litlu 30 fermetra húsi sem byggt var af eigendunum sjálfum, hjónunum Örnu Ösp Magnúsdóttur og David Kelley í fyrra. Nú hafa þau opnað kaffihúsið aftur eftir veturinn og munu hafa opið alla páskahátiðina eða frá því í dag Föstudaginn langa, til annars í Páskum, frá kl. 11:00 til 17:00. Síðan verður opið um helgar fram í miðjan maí en þá verður opið alla daga nema mánudaga frá 10:00-17:00.

Allur maturinn sem seldur er í kaffihúsinu er úr lífrænni ræktun og frá grunni eldaður af þeim hjónum. Hægt er að fá nestiskörfur með fyrir þá sem eru á ferðalagi og götumál eru úr niðurbrjótanlegum efnum enda allt gert til að reksturinn sé sem umhverfis- og mannvænstur.

Birt:
22. apríl 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bakkabrim, lífrænt kaffihús á Eyrarbakka“, Náttúran.is: 22. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/22/bakkabrim-lifraent-kaffihus-eyrarbakka/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. apríl 2012

Skilaboð: