Kartöflugrös eru viðkvæm og falla við fyrsta frost. Talið er þó að kartöflurnar sjálfar geti þroskast í moldinni í eina tíu daga eftir að grösin eru fallin svo það er engin ástæða til að óttast. Sumir þurrka kartöflurnar úti, en þó ekki beint í sól, og geyma síðan óþvegnar, en helst í kulda. Aðrir þvo kartöflurnar, þurrka og láta í kassa og geyma við 12–14 gráðu hita í um 12 daga svo hýðið geti skurnað áður en þær eru settar í kalda geymslu. Setja svo beint í pottinn.

Birt:
18. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Kartöflur“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/kartflur/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: