Að taka slátur er hefð sem hefur verið þekkt lengi hér á landi. Venjan var að nýta allan innmat, blóð, lifur og mör í slátrið. Til eru tvær tegundir af slátri, lifrarpylsa og blóðmör. Það getur verið skemmtilegt að taka slátur. Hér eru tvær einfaldar uppskriftir: Blóðmör: 1 l blóð, 4 dl vatn, 1 hnefi gróft salt,100 gr haframjöl, 800 gr rúgmjöl, mör eftir smekk. Lifrarpylsa: 3 stk lifur (1.255 kg ),11 dl mjólk, 2 msk salt, 300 gr haframjöl, 1100 gr rúgmjöl, mör eftir smekk.

Birt:
18. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sláturgerð“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/sltur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: