Dagur hinna villtu blóma - Í Flóanum
Dagur hinna villtu blóma var fagnað í gær á öllum Norðurlöndunum. Náttúrufræðistofnun Íslands skipulagði 14 blómaskoðunarferðir með leiðsögumönnum um allt land. Greinarhöfundur hafði tækifæri til að slást í hópinn sem hittist við Vatnsenda í Flóahreppi (fyrrum Villingaholtshreppi) og voru leiðsögumenn þær Þórunn Kristjánsdóttir og Krístín Stefánsdóttir. Átta þátttakendur voru í blómaskoðunarferðinni sem var farin í fallegu og kyrru veðri. Blómaskrúðið er gríðarlega fjölbreytt í landi Vatnsenda bæði af villtum jurtum sem og ræktuðum skógi og í garði við hús. Flóru Íslands líður greinilega vel í Flóanum við bakka Þjórsár. Mikið áberandi eru fjalldalafífill, mjaðurt, grávíðir og tugir annarra villtra plantna sem skarta sínu fegursta á þessum tíma árs.
Á myndinn eru Þórunn Kristjánsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Elísabet Valdimarsdóttir, Theodór og Esther standa aftar. Ljósmynd: Einar Bergmundur.
Birt:
18. júní 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagur hinna villtu blóma - Í Flóanum“, Náttúran.is: 18. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/18/dagur-hinna-villtu-blma-flanum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. janúar 2008