Dagur umhverfisins var haldinn hátiðlegur á marga vegu á Íslandi í dag

Umhverfisverndarsinnar Samfylkingarinnar flykktust til byggingarsvæðis álvers í Helguvík og gróðursettu tvö tré, eitt nefnt Össur og hitt Þórunn, Gísli Marteinn Baldursson komst aftur í sviðsljósið með því að ætla að spyrja Reykvíkinga hvernig hægt sé að lifa „enn umhverfisvænna lífi“ í Reykjavík, Félag umhverfisfræðinga stóð fyrir málþingi um óþolandi loftgæði í Reykjavík, vistvænir þjónustuaðalar og fyrirtæki sýndu (og sýna á morgun líka) hvað þeir hafa fram að færa á sviði vistvæns lífstíls, umhverfismerkið Svanurinn var meira að segja pússað upp eftir áralanga vanrækslu og Vigdís Finnbogadóttir tók við fyrsta eintaki af endurhönnuðum bæklingi Vistverndar í verki;„Skref fyrir skref.

Allt á einum degi... en þetta er allt saman alls ekki nóg

Það sem til þarf er að gera hvern einasta dag að „Degi umhverfisins“ af þeirri einföldu ástæðu að allir dagar eru einmitt það, dagar umhverfisins en eru nú okkar sem misnotum það í misalvarlegum mæli daglega.

Náttúran.is er 1 árs í dag

Náttúran.is mun halda áfram að gefa góð ráð og leiða umhverfismenntun til vistvænna lifs og mynda tengingar við þá aðila sem eru að gera góða hluti í þágu umhverfisins, á hverjum einast degi. Munið að þetta er vefur okkar allra, fyrir umhverfisvænna lif og umhverfisvænni viðskipti. Allir geta sent inn efni, selt hér vörur eða látið vita af því sem að þeir eru að gera. Að vissu leiti er þessi dagur áramót Náttúran.is því vefurinn á eins árs afmæli í dag en vefurinn opnaði á Degi umhverfisins fyrir einu ári síðan. Til hamingju með afmælið og gleðilegt nýtt ár!

Birt:
25. apríl 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Einn dagur fyrir umhverfið“, Náttúran.is: 25. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/25/einn-dagur-fyrir-umhverfio/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: