Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]

Lýsing: Sígrænn jarðlægur runni með þykkum gljáandi blöðum. Blöðin eru öfugegglaga og heilrennd. Blómin fá saman á greinaendum. Algeng um allt land í kjarri og mólendi.

Árstími: Sortulyng er hægt að taka næstum allt árið er best að taka það yfir sumarmánuðina, júní-ágúst.

Tínsla: Klippið fremsta hluta nýrra greina með ungum blöðum.

Meðferð: Þarf langan tíma í þurrkun, þar sem lyngið heldur raka mjög lengi. Þolir að þorna í sólskini, þótt það sé ekki talið æskilegt.

Ljósmynd: Sortulyng, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
15. júní 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð sortulyngs“, Náttúran.is: 15. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-sortulyngs/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: