Vaskur
Vatn er ein mikilvægasta auðlind jarðar og sú sem að flestar þjóðir eiga of lítið af. Á Íslandi er aftur á móti nóg af góðu drykkjarvatn, heitu vatni í jörðu og vatnsafli til að knýja raforkuver.
Vatn er þó ekki óþrjótandi auðlind og óþarfa vatnsnotkun er mikil á Íslandi. Á Íslandi notar hver íbúi að meðaltali 200 lítra af vatni daglega. Það virðist sem að við höldum að engu máli skipti hve mikið vatn við látum renna, hvort sem það er kalt vatn í glasið eða heitt vatn í uppvaskið.
Hafa ber í huga að það sem kemur úr krananum kemur að langan veg og kostnaður við öflun, geymslu og flutning felst í magninu sem við notum. Síðan þarf frárennslið að taka við mishreinu vatninu sem endar síðan úti í sjó.
Setjum því ekki í vaskinn það sem við myndum ekki vilja sjá fara út í hafið. Allir ættu því að nota umhverfisvænan þvottalög og alls ekki henda mengandi efnum niður í vaskinn.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vaskur“, Náttúran.is: 22. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/vaskur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. september 2014